Vinir
Sviðssetning
Kreppuleikhúsið
Sýningarstaður
Síldarverksmiðjan
Frumsýning
15. ágúst 2008
Tegund verks
Leiksýning
Leikritið Vinir fjallar um vináttu en á fátt sammerkt með sjónvarpsþáttunum Friends. Þeir sem vilja hlusta á dósahlátur og sjá fleiri Friends þætti ættu að halda sig fjarri. Þrjár manneskjur hittast og fara gegnum þokur og elda fortíðar og það er enginn framhaldsþáttur. Það er engin björgunarsveit sem reddar málum.
Leyndarmál fortíðarinnar og raunveruleiki raunveruleikans. Persónur og leikendur halda að þeir deili hvorutveggja en… Hve áreiðanlegar eru minningar um minningar? Viðar, María og Sigurður, voru eitt sinn bestu vinir en hafa misst trúna á að hægt sé að bjarga heiminum. Hvaða heimi? Til að lifa af þurfa þau að horfast í augu við leyndarmálið sem batt endi á vináttu þeirra.
Höfundur
Símon Birgisson
Leiksstjóri
Þorleifur Örn Arnarsson
Leikarar
Vignir Rafn Valþórsson
Walter Geir Grímsson
Leikkona
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Leikmynd
Hlynur Páll Pálsson
Búningar
Judith Amalía Jóhannsdóttir