Viltu finna milljón?

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra svið

Frumsýning
19. maí 2006

Tegund sýningar
Leiksýning

Ingibjörg er í miðjum klíðum við að undirbúa afmælisboð húsbónda síns, hins ljúfa endurskoðanda Haralds. Það er von á gestunum á hverri stundu og Ingibjörg er á nálum vegna þess að Haraldur er seinn. Þegar Haraldur kemur loks heim er hann breyttur maður.

Hann hefur í misgripum tekið ranga tösku á pósthúsinu og innihaldið hefur möguleikann á að breyta lífi hans á svipstundu. En lífið er ekki einfalt , tveir lögrelgumenn með sitthvora rannsóknina á sínum höndum og uppstökkur leigubílsstjóri verða til þess að flókinn og óborganlegur blekkingarleikur hefst, þar sem persónur skipta um hlutverk á milli herbergja og að lokum veit enginn hver er hvað og hversvegna.

Höfundur
Ray Cooney

Leikstjóri
Þór Tulinius

Leikari í aðalhlutverki
Eggert Þorleifsson

Leikkona í aðalhlutverki
Helga Braga Jónsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Bergur Þór Ingólfsson
Guðmundur Ólafsson
Gunnar Hansson
Þórhallur Sigurðsson (Laddi)

Leikkona í aukahlutverki
Marta Nordal

Leikmynd
Sigurjón Jóhannsson

Búningar
Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson