Verk nr. 1
Heiti verks
Verk nr. 1
Lengd verks
ca 50 mín
Tegund
Dansverk
Um verkið
Hvað er dansverk?
Hvernig verður dans verk?
Hvers megum við vænta?
Á hverju eigum við ekki von?
Hvers megum við vænta af Verki nr. 1, hinu fyrsta í samnefndri röð dansverka eftir danshöfundinn Steinunni Ketilsdóttur? Hér er á ferðinni spennandi atlaga Steinunnar að því að kynna í fyrsta sinn uppgötvanir sínar í dansverki fyrir svið. Verkið sprettur upp af rannsóknarverkefninu EXPRESSIONS: virði og vald væntinga í dansi sem Steinunn hefur leitt undanfarin tvö ár í samstarfi og samtali við alþjóðlegan hóp lista- og fræðimanna. Verkefninu er ætlað að ýta undir nýja þekkingaröflun á sviði danslistarinnar með því að kanna möguleika listformsins utan venjubundinna birtingarmynda þess, skapa áður ókunn rými og teygja anga sína um hverja þá króka og kima þar sem fjalla má á gagnrýninn hátt um fyrirfram gefnar hugmyndir okkar tengdum listgreininni. EXPRESSIONS veitir þannig rými fyrir rannsóknir og greiningu, rými sem krefst djúphygli og er vegvísir til framtíðar í danslistinni.
Frumsýningardagur
17. nóvember, 2018
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið
Danshöfundur
Steinunn Ketilsdóttir
Tónskáld
Áskell Harðarson
Hljóðmynd
Áskell Harðarson
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Alexía Rós Gylfadóttir
Leikarar
Dansari/dansarar
Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Felix Urbina,Inga Maren Rúnardóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Una Björg Bjarnadóttir og Þyri Huld Árnadóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
id.is/verk-nr-1/