Verðlaunahafara Grímunnar – Íslensku sviðslistaverðlaunanna 2024
Grímuverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á stóra sviði Þjóðleikhússins þann 29. maí.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í kvöld Margréti Helgu Jóhannsdóttur, leikkonu, heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands árið 2024 fyrir ævistarf í þágu sviðslista.
Handhafar Grímuverðlaunanna 2024
- Barnasýning ársins: Hollvættir á heiði, sviðsetning Leikhópurinn Svipir í samstarfi við Sláturhúsið.
- Búningar ársins: Filippía I. Elísdóttir fyrir sýninguna Ást Fedru, sviðsetning Þjóðleikhúsið.
- Leikmynd ársins: Guðný Hrund Sigurðardóttir, Hákon Pálsson og Rósa Ómarsdóttir fyrir sýninguna Molta, sviðsetning Rósa Ómarsdóttir og Íslenski dansflokkurinn í samstarfi við Gerðarsafn
- Dans- og sviðshreyfingar ársins: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir fyrir sýninguna Deleríum Búbónis, sviðsetning Borgarleikhúsið.
- Danshöfundur ársins: Rósa Ómarsdóttir fyrir sýninguna Molta, sviðsetning Rósa Ómarsdóttir og Íslenski dansflokkurinn í samstarfi við Gerðarsafn.
- Lýsing ársins: Ásta Jónína Arnarsdóttir fyrir sýninguna Ást Fedru, sviðsetning Þjóðleikhúsið.
- Hljóðmynd ársins: Kristján Sigmundur Einarssson fyrir sýninguna Ást Fedru, sviðsetning Þjóðleikhúsið.
- Dansari ársins: Elín Signý W. Ragnarsdóttir fyrir sýninguna The simple act of letting go, sviðsetning Íslenski dansflokkurinn.
- Söngvari ársins: Heiða Árnadóttir fyrir sýninguna Mörsugur, sviðsetning Þrjátíu fingurgómar í samstarfi við Óperudaga.
- Leikari ársins í aukahlutverki: Þröstur Leó Gunnarsson fyrir sýninguna Ást Fedru, sviðsetning Þjóðleikhúsið.
- Leikkona ársins í aukahlutverki: Vigdís Hrefna Pálsdóttir fyrir sýninguna Mútta Courage og börnin, sviðsetning Þjóðleikhúsið.
- Leikrit ársins: Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur leikverk byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur, sviðsetning Þjóðleikhúsið.
- Tónlist ársins: Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson fyrir sýninguna Saknaðarilmur, sviðsetning Þjóðleikhúsið.
- Hvatningarverðlaun valnefndar: Fúsi – aldur og fyrri störf, sviðsetning Borgarleikhúsið.
- Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands: Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikkona.
- Leikari ársins í aðalhlutverki: Sigurður Þór Óskarssson fyrir sýninguna Deleríum Búbónis, sviðsetning Borgarleikhúsið.
- Leikkona ársins í aðalhlutverki: Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Saknaðarilmur, sviðsetning Þjóðleikhúsið.
- Leikstjóri ársins: Agnar Jón Egilsson fyrir sýninguna Fúsi – aldur og fyrri störf, sviðsetning Borgarleikhúsið.
- Sýning ársins: Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur leikverk byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur, sviðsetning Þjóðleikhúsið.