Úti að aka
Heiti verks
Úti að aka
Lengd verks
Uþb 2 klst
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Úti að aka er farsi eins og þeir gerast bestir. Jón Jónsson, leigubílstjóri, er ekki allur þar sem hann er séður; hann á tvær eiginkonur, þær Guðrúnu í Hafnarfirði og Helgu í Mosfellsbæ. Guðrún veit ekki af Helgu og Helga hefur ekki hugmynd um Guðrúnu og Jón brunar sæll og glaður milli bæjarfélaga til að sinna báðum heimilum. En Adam var ekki lengi í Paradís! Börnin hans, af sitt hvoru hjónabandinu, kynnast fyrir slysni á Facebook og plana stefnumót. Til að afstýra stórslysi kokkar Jón upp fjarstæðukenndan lygavef þar sem enginn veit lengur hvað snýr upp og hvað niður. Á endanum er ekki ljóst hver hefur leikið á hvern eða hver er í rauninni úti að aka.
Höfundurinn Ray Cooney er farsælasta gamanleikjaskáld samtímans. Borgarleikhúsið hefur áður sýnt verk hans við gríðarlegar vinsældir og metaðsókn, Viltu finna milljón, Nei, ráðherra! og Beint í æð! Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði og staðfærði öll verkin við afbragðs viðtökur.
Sviðssetning
Borgarleikhús
Frumsýningardagur
4. mars, 2017
Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Stóra svið
Leikskáld
Ray Cooney
Leikstjóri
Magnús Geir Þórðarson
Tónskáld
Amabadama
Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Snorri Freyr Hilmarsson
Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson
Leikarar
Hilmir Snær Guðnason
Hilmar Guðjónsson
Halldór Gylfason
Bergur Þór Ingólfsson
Leikkonur
Halldóra Geirharðsdóttir
Ilmur Kristjánsson
Elma Stefanía Ágústsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
http://leikhusin.is/uti-ad-aka/