Tvískinnungur

Heiti verks
Tvískinnungur

Lengd verks
1 klukkustund og 40 mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Ást er einvígi
Iron Man og Svarta Ekkjan hittast í partýi; eru þau óvinir eða
elskendur, eru þau ókunnug eða hafa þau þekkst í þúsund ár?
Tvískinnungur er einvígi þar sem tveir leikarar takast á við
tvísaga fortíð. Þau stíga inn í hringinn vopnuð tungumáli sem
særir og tælir, heillar, meiðir, strýkur, svíkur, rífur upp og rífur
niður – í leit að raunverulegum leikslokum.
Undir hálfrímuðum texta slamm-skáldsins Jóns Magnúsar
Arnarssonar kraumar ólgandi fíknarkvika, tilfinningar og
ástríður, þráhyggja, órar og líka spurningin um hver þú ert þegar þú ert ekki þú sjálfur.

Sviðssetning
Borgarleikhús – Leikfélag Reykjavíkur

Frumsýningardagur
9. nóvember, 2018

Frumsýningarstaður
Litlasvið

Leikskáld
Jón Magnús Arnarsson

Leikstjóri
Ólafur Egill Egilsson

Tónskáld
Arnar Ingi Ingason

Hljóðmynd
Garðar Borgþórsson

Lýsing
Þórður Orri Pétursson

Búningahönnuður
Sigríður Sunna Reynisdóttir

Leikmynd
Sigríður Sunna Reynisdóttir

Leikarar
Haraldur Ari Stefánsson

Leikkonur
Þuríður Blær Stefánsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is