Túskildingsóperan

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
26. desember 2005

Tegund verks
Söngleikur

Þegar sómakærir Íslendingar eru rétt búnir að kyngja jólaöndinni sprettur fram hinn forboðni ávöxtur leikhúsjöfranna Bertolt Brecht og Kurt Weill. Þetta óperuútfrymi gerði allt vitlaust þegar það var frumsýnt í Berlín 1928. Túskildingsóperan synti á móti straumi og stefnum, ristilspeglaði borgaraleg gildi og var annaðhvort lofsungin eða úthrópuð sem argasta klám. Áhorfendur kölluðu þó ekki allt ömmu sína í Weimarlýðveldinu, Sódómu millistríðsáranna.

Áður en verkið varð eins árs reyndist það mesti „hittari“ þýskrar leiklistarsögu, var leikið tíu sinnum á dag í fimmtíu borgum víðsvegar í Evrópu. Sagan sem byggir á betlaraóperu Johns Gay frá 1728 fjallar um skrautlegan lýð, broddborgara og bófa. Þar segir af ólöglegum yfirtökum á eignum og tilfinningum. Makki hnífur spyr: Hver er munurinn á að ræna banka og að taka yfir banka? Missið ekki af þessu sveitta sígilda Weimarpönki, breiðu bökunum, hórunum og þjófunum.

Höfundar
Bertolt Brecht
Kurt Weill

Leikstjóri
Stefán Jónsson

Leikarar í aðalhlutverki
Egill Ólafsson
Ólafur Egill Egilsson

Leikkonur í aðalhlutverki
Halla Vilhjálmsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Leikarar í aukahlutverki
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson
Bjartmar Þórðarson
Gísli Pétur Hinriksson
Hjálmar Hjálmarsson
Ólafur Steinn Ingunnarson
Sigurður Skúlason

Leikkonur í aukahlutverki
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Eline McKay
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Margrét Kaaber
Ragnheiður Steindórsdóttir
Selma Björnsdóttir

Leikmynd
Börkur Jónsson

Búningar
Rannveig Gylfadóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlistarstjórn
Jóhann G. Jóhannsson

Hljóð
Sigurður Bjóla

Söngvarar
Atli Rafn Sigurðarson
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Egill Ólafsson
Halla Vilhjálmsdóttir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Ólafur Egill Egilsson
Selma Björnsdóttir

Danshöfundur
Palle Dyrvall