Transaquania – Into Thin Air

Transaquania – Into Thin Air

Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra sviðið

Frumsýning
7. október 2010

Tegund verks
Danssýning

Trans2Hið feykisterka listræna teymi Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir kemur aftur til samstarfs við Íd í haust og skapar nú fyrir svið sjálfstætt framhald af hinu óvenjulega verki Transaquania – Out of the Blue, sem var sýnt í Bláa Lóninu í apríl 2009. Tónlistarmennirnir Ben Frost og Valdimar Jóhannsson munu einnig sjá um tónlistina við þetta verk.

Fyrir þúsundum ára undir silkimjúku vatni Bláa lónsins kviknaði líf og til varð nýr flokkur manna sem kenndur er við Transaquaniu, afsprengi móður jarðar og hins útdauða ættbálks vitiborinna manna. Homo Sapiens Sapiens hefur tekist vegna einstakrar líkamlegrar og andlegrar aðlögunarhæfni að lifa af hrikalegar náttúrhamfarir aldanna. Allt vatn er nú horfið af yfirborði jarðar og aðeins minningin um hin tæru fljót lifa enn sem goðsögn í hugum Transaquaniu manna. Daglegt líf þeirra eru átök við náttúruöflin og takast þau á við eilíf pólskipti, þar sem þyngdarlögmálið tekur sífelldum breytingum.

Trans1

Danshöfundar
Damien Jalet
Erna Ómarsdóttir
Gabríela Friðriksdóttir

Dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir
Ásgeir Helgi Magnússon
Cameron Corbett
Hannes Þór Egilsson
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir
María Þórdís Ólafsdóttir
Sigríður Soffía Níelsdóttir
Steve Lorenz
Þyrí Huld Árnadóttir

Leikmynd
Gabríela Friðriksdóttir
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir

Búningar
Gabríela Friðriksdóttir
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir

Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson
Kjartan Þórisson

Tónlist
Ben Frost
Valdimar Jóhansson

Hljóðtækni
Baldvin Magnússon

Trans3