Tómið – fjölskylduskemmtun

Heiti verks
Tómið – fjölskylduskemmtun

Lengd verks
75 min

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Tómið – Fjölskylduskemmtun // Void – A Family Show
Tómið getur verið magnað og hversdagslegt, risastórt og pínulítið. Tómt hús, tómt glas – tómið í alheiminum, tómið undir hjartanu. Myrkrið á milli stjarnanna.

Árið 1997 var tekin fjölskyldumynd af ljóshærðri fjölskyldu í Suður Californiu, dagurinn var ekkert frábrugðin öðrum dögum nema að fjölskyldan dreif sig í amerískt moll til að láta taka mynd af sér. Munum við eftir deginum vegna þess að hann er festur á filmu, hvernig fyllum við upp í tóm minninganna?

Fjölskyldan býður ykkur á ljóðakvöld um tómið á meðan við fléttum saman minningarbrot frá stund í molli þegar fjölskylduljósmyndin var tekin, og leiðum ykkur inn í heim aðeins á skjön við hversdaginn.

Sviðssetning
Sviðsetning Iðnó.

Verk eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Rakel Mjöll Leifsdóttur, Viktor Má Leifsson, Írisi Maríu Leifsdóttur, Steinunn Önnu Gunnlaugsdóttur, Leif Björn Björnsson.

Framleiðendur: LÓKAL-international Theatre Festival Reykjavík

Frumsýningardagur
28. ágúst, 2013

Frumsýningarstaður
Iðnó

Leikskáld
Fjölskyldan

Leikstjóri
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Tónskáld
Rakel Mjöll Leifsdóttir

Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason

Leikarar
Á sviði: Ragnheiður Harpa, Rakel Mjöll, Íris María, Viktor Már Leifsbörn og Leifur Björn Björnsson, Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir

Söngvari/söngvarar
Rakel Mjöll, Ragnheiður Harpa, Íris María

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
lokal.is