Þú ert nú meiri jólasveinninn

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Smilblik 

Sýningarstaður
Rýmið

Frumsýning
2. desember 2007

Tegund
Barnaverk

Það er ekki auðvelt að vera orðinn eldgamall en búa samt ennþá heima hjá mömmu. Allra síst þegar mamma heitir Grýla og skammar mann fyrir að syngja, segja sögur og hjálpa til í eldhúsinu. Það er heldur ekki alltaf auðvelt að heita Stúfur og vera langminnstur af bræðrunum. Þannig að Stúfur hefur ákveðið að fara óvenju snemma til byggða í haust.

Mikill fjöldi barna hefur heimsótt jólasveinana í Dimmuborgir í Mývatnssveit síðustu árin. Af því að Stúfi finnst svo gaman að segja sögur hefur hann ákveðið að fara í heimsókn til Akureyrar og fletta ofan af fjörugu fjölskyldulífinu hjá Grýlu. Gleðistund með Stúfi ætti að kæta jólabörn á öllum aldri á aðventunni.

Stúfur sýnir og sannar í þessari sýningu að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hann hefur markvisst unnið í að útvíkka starfssvið sitt í von um fleiri „heilsárs“-verkefni, og hefur nú kynnt sér leikhúsið til hlítar; lært að syngja, dansa og segja sögur í mismunandi leikstílum – og síðast en ekki síst, lært hlusta á leikstjórann.

Hér birtist leikarinn, tenórinn, trúðurinn, heimsmaðurinn og eineltisbarnið Stúfur eins og við höfum aldrei séð hann áður; geislandi af hæfileikum, ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur. Hann segir áhorfendum sannar sögur af sjálfum sér og samferða-„fólki“ í bland við frumsamin krassandi ævintýri sem ættu að gleðja jafnt börn, unglinga, foreldra, afa og ömmur – og jafnvel hina geðvondu og sípirruðu móður listamannsins, sjálfa Grýlu.

Höfundur
Ágústa Skúladóttir
Oddur Bjarni Þorkelsson
Stúfur Leppalúðason

Sævar Sigurgeirsson 

Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir

Leikari
Stúfur Leppalúðason

Leikmynd
Katrín Þorvaldsdóttir

Búningar
Katrín Þorvaldsdóttir

Lýsing
Arnar Ingvarsson 

Tónlist
Gunnar Benediktsson
Oddur Bjarni Þorkelsson

Image  Image  Image