Þitt eigið leikrit – Goðsaga
Heiti verks
Þitt eigið leikrit – Goðsaga
Lengd verks
1 klst
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Bækur Ævars Þórs Benediktssonar, þar sem lesandinn ræður því hvað gerist næst, hafa notið gífurlegra vinsælda meðal yngri lesenda. Nú er komið að þér að stjórna framvindunni í þínu eigin leikriti!
Söguheimurinn er norræna goðafræðin, full af hrikalegum hetjum og stórhættulegum skrímslum. Engar tvær sýningar verða eins, því áhorfendur ráða því hvað gerist! Muntu sigra Miðgarðsorminn eða gleypir hinn hræðilegi Fenrisúlfur þig? Ætlarðu að gerast barnapía fyrir Loka eða líst þér betur á að verja sjálfa Valhöll fyrir jötnum og hrímþursum?
Ævintýraleg og spennandi sýning, þar sem allt getur gerst!
Aldursviðmið: 6-12 ára.
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið – Kúlan
Frumsýningardagur
31. janúar, 2019
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið – Kúlan
Leikskáld
Ævar Þór Benediktsson
Leikstjóri
Stefán Hallur Stefánsson
Tónskáld
Elvar Geir Sævarsson og Kristinn Gauti Einarsson
Hljóðmynd
Elvar Geir Sævarsson og Kristinn Gauti Einarsson
Lýsing
Magnús Arnar Sigurðarson. Myndband: Ingi Bekk
Búningahönnuður
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Leikmynd
Högni Sigurþórsson
Leikarar
Baldur Trausti Hreinsson
Snorri Engilbertsson
Hilmir Jensson
Leikkonur
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Sóveig Arnarsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/syningar/thitt-eigid-leikrit