The Butterface
Sviðssetning
Steinunn and Brian
Sýningarstaður
Hafnarfjarðarleikhúsið
Frumsýning
7. nóvember 2009
Tegund verks
Danssýning
Helgina 7. og 8. nóvember nk. munu danshöfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke vera með sýninguna “Crazy Love Butter” í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Á sýningunni munu þau sýna þrjá dúetta, þríleik um ástina. Þríleikurinn samanstendur af dansverkunum “Crazy in love with MR.PERFECT”, “Love always, Debbie and Susan” og “The Butterface”. Verkin eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina á einn eða annan hátt. Steinunn og Brian semja og flytja öll verkin. Sýningarnar hefjast kl. 20:00 og lofa þau Steinunn og Brian góðu partýi með dansi, dj og skemmtun.
Sýnt á sýningunni Crazy Love Butter í Hafnarfjarðarleikhúsinu í Nóvember 2009
Danshöfundar
Brian Gerke
Steinunn Ketilsdóttir
Lýsing
Garðar Borgþórsson
Hljóðmynd
Leifur Eiríksson
Dansarar
Brian Gerke
Steinunn Ketilsdóttir
– – – – – –
Danshöfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke eru bæði búsett hér á landi og starfa við danskennslu og listsköpun. Þau hafa skapað sér nafn sem danslistamenn og verið verðugir fulltrúar íslenskrar danslistar á erlendri grundu síðastliðin tvö ár. Hófu þau samvinnu sína í Hunter College í New York árið 2004 þar sem þau voru bæði við nám og hafa unnið saman síðan að hinum ýmsum verkefnum.
Listrænt samstarf þeirra hófst árið 2007. Síðan þá hafa dansverk þeirra fengið góðar viðtökur á 54 sýningum í 18 erlendum borgum auk sýninga hér á landi. Þau hafa skapað sér nafn fyrir snjalla blöndu af dansi og leikhúsi og hlotið góða dóma í erlendum blöðum. Verkum þeirra hefur verið lýst sem sönnum, áköfum, fallegum, dimmum, djörfum, furðulegum og fyndnum.
Fyrsta verkið “Crazy in love with MR. PERFECT“ var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival árið 2007 og voru þau tilnefnd til Grímunnar fyrir verkið. Annað verkið þeirra “Love always, Debbie and Susan“ var frumsýnt á danshöfundakeppninni Danssolutions í Kaupmannahöfn 2008 og hlaut þar fyrstu verðlaun. Bæði verkin voru einnig valin í lokahóp Aerowaves þátttakenda sem er eitt stærsta net danshátíða í Evrópu. Þriðja verkið “The Butterface” var framleitt af Dancescenen leikhúsinu í Kaupmannahöfn og frumsýnt í febrúar á þessu ári. Hlaut það góðar viðtökur þar ytra en hefur enn ekki verið sýnt hér á landi og er því um Íslandsfrumsýningu að ræða.