Það dansar enginn við sjálfan sig
Það dansar enginn við sjálfan sig
Sviðssetning
ArtFart
Brite theater
Sýningarstaður
Saltfélagshúsið
Frumsýning
6. ágúst 2009
Tegund verks
Leiksýning
Það dansar enginn við sjálfan sig er sjónræn upplifun byggð á reynslu Y kynslóðarinnar af tíunda áratugnum sem mótaði hana. Þessi áratugur einkenndist af bið eftir einhverju stóru; bíð eftir að tíminn byrjaði aftur að líða með eðlilegum hætti
Leikstjóri
Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
Dramatúrgur
Snæbjörn Brynjarsson
Leikarar í aðalhlutverkum
Erlingur Grétar Einarsson
Hilmir Jensson
Snæbjörn Brynjarsson
Leikkonur í aðalhlutverkum
Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
Svandís Dóra Einarsdóttir
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir
– – – – – –
artFart hátíðin er tilraunavettvangur ungs listafólks sem hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og tilraunamennsku í íslenskri sviðslist. Við spyrjum okkur hver sé staða sviðslista innan samfélagsins. Hvert er gildi hennar? Hefur sviðslistin glatað mætti sínum eða hefur aldrei verið meiri þörf á henni? Getum við skapað nýtt leikhús, leikhús sem skýtur rótum sínum í samtímanum og blómstrar eða er það dæmt til að veslast upp í skugga stuðlabergsins?
Við viljum brjóta upp staðalímynd leiklistar á Íslandi sem bókmenntagreinar og opna fyrir gagnrýna umræðu um formið sjálft, á þess eigin forsendum. Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki að finna upp hjólið en að okkar mati teljum við þessa hátíð nauðsynlega fyrir íslenskt listalíf og að hún muni stuðla að aukinni tilraunamennsku og rannsóknum sem nauðsynlegar séu fyrir framþróun listgreina á Íslandi.