Tengdó

Tengdó

Sviðssetning
CommonNonsense í samstarfi við Borgarleikhúsið

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið

Frumsýning
29. mars 2012

Tegund verks
Leiksýning

Hér er ráðist í gerð heimildaleikhúss þar sem skyggnst verður í persónulega sögu listamannanna. Í forgrunni er áratugalöng leit „ástandsbarns“ að föður sínum og djúpstæð þörf hennar á að þekkja upp- runa sinn en um leið er horft gagnrýnum augum á íslenskt samfélag þá og nú.

„Aðeins hvítir menn, helst af norrænum stofni, mega vera í herliðinu sem kemur til landsins, til að íslenska kynstofninum stafi sem minnst hætta af hernum.“ Frá ríkisstjórn Íslands, 1941.

„En það var einn sem slapp í gegnum síuna. Hann sáði fræi í frjóan svörð. Hans var enn leitað 50 árum síðar. Hann er pabbi minn. Ég er eina litaða barnið í Höfnum.“

Leikhópurinn CommonNonsense hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar sýningar sem ramba á barmi myndlistar og leikhúss. Þau hafa áður m.a. sett upp Hrærivélina, CommonNonsense og Forð- ist okkur. Hópnum hefur bæst liðsstyrkur með leikstjóranum Jóni Páli Eyjólfssyni.

Höfundar
Davíð Þór Jónsson
Ilmur Stefánsdóttir
Jón Páll Eyjólfsson
Valur Freyr EInarsson

Leikstjórn
Jón Páll Eyjólfsson

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Búningar
Ilmur Stefánsdóttir

Tónlist
Davíð Þór Jónsson