Svartur hundur prestsins
Svartur hundur prestsins
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn
Frumsýning
17. september 2011
Tegund verks
Leiksýning
„Ef þú hefðir verið öðruvísi, þá hefði svo margt verið öðruvísi.“
Svartur hundur prestsins er fyrsta leikrit Auðar Övu Ólafsdóttur sem hefur undanfarið skapað sér nafn sem einn athyglisverðasti skáldsagnahöfundur okkar. Síðasta skáldsaga hennar Afleggjarinn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, farið sigurför um Frakkland og Kanada og öðlast miklar vinsældir.
Í leikritinu kynnumst við ættmóður sem býður syni sínum, tveimur dætrum og tengdasyni í vöffluboð til að greina frá ákvörðun sem kemur öllum í opna skjöldu. En þetta vöffluboð er ekkert venjulegt kaffisamsæti. Dæturnar þurfa að takast á við gerbreyttar aðstæður í samskiptum við móður sína en lenda auk þess í átökum við bróður sinn sem kominn er langt að og hefur ákveðið að gerast boðberi sannleika sem allir vilja forðast. Hér er svo sannarlega boðið upp í óvenjulegan dans!
Í þessu ögrandi sviðsverki stefnir hópur listamanna saman ólíkum listgreinum. Í gegnum leiklist, dans, tónlist og myndlist er unnið á skemmtilegan og frumlegan hátt með persónusköpun og tungumál, og leikið með samspil orða og athafna, leikhúss og veruleika. Undir niðri lúra ýmsar áleitnar spurningar, til dæmis um skyldur okkar við fjölskylduna – og meðbræður okkar á jörðinni – og ekki síst um það að hve miklu leyti fortíðin með öllu sínu ægivaldi er okkar eigin tilbúningur?
Leikritið Svartur hundur prestsins er fyrsta höfundarverk leikskálds sem sett er á svið af þeim verkum sem hlutu styrk frá Leikritunarsjóði Þjóðleikhússins Prologos.
Höfundur
Auður Ava Ólafsdóttir
Leikstjórn
Kristín Jóhannesdóttir
Leikarar
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson
Leikkonur
Kristbjörg Kjeld
Margrét Vilhjálmsdóttir
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Leikmynd
Elín Hansdóttir
Búningar
Helga Björnsson
Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Tónlist og hljóðmynd
Gísli Galdur Þorgeirsson
Danshöfundur
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir