Svartlyng
Heiti verks
Svartlyng
Lengd verks
120 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Í Lagadeild Háskóla Íslands er þrískipting valdins útskýrð með þessum hætti: „Svartlyng-ættin á dómstólana, Svartlyng-ættin á stjórnarráðið og Svartlyng-ættin á löggjafarþingið.“ Hinu er sleppt, að Flokkurinn mannar öll embætti í nafni Svartlyngs-ættarinnar enda á hún Flokkinn.
Þegar dregur til tíðinda í stjórnarráðinu og ríkisstjórn Svartlynga riðar til falls ákveður hæstvirtur ráðherra Hermann Svartlyng að ráða til sín gluggaþvottamann til að sýna að það er jú allt uppi á borðum og allt gjörsamlega gegnsætt í ráðuneytinu sem hann stýrir. En það er ekki nóg – til að tryggja að spillingin nái ekki að brjótast upp á yfirborðið verða hausar og hendur að fjúka – því Svartlyngættin passar upp á sitt … en ekki sína.
Svartlyng er glænýr sprenghlægilegur og blóðugur íslenskur farsi.
Sviðssetning
Sett upp í samstarfi við Tjarnarbíó.
Frumsýningardagur
21. september, 2018
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Guðmundur Brynjólfsson
Leikstjóri
Bergur Þór Ingólfsson
Danshöfundur
Valgerður Rúnarsdóttir
Hljóðmynd
Hafliði Emil Barðason
Lýsing
Magnús Arnar Sigurðsson og Hafliði Emil Barðason
Búningahönnuður
Eva Vala Guðjónsdóttir
Leikmynd
Eva Vala Guðjónsdóttir
Leikarar
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Benedikt Gröndal
Thor Tulinius
Leikkonur
Sólveig Guðmundsdóttir
Emilía Bergsdóttir
Valgerður Rúnarsdóttir
Dansari/dansarar
Valgerður Rúnarsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/grindviska.gral/?fb_dtsg_ag=AdyYDt9fyIcszPnhaJWsAkLGRRm3Gv5rslfoVzVvhrxLtg%3AAdy77d2wW9CG-_qRtwcmOYGk7JBmL4GBAp9hYLXOKzC0Bw
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!