Svartalogn

Heiti verks
Svartalogn

Lengd verks
2:15

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu

Svartalogn er nýtt leikverk byggt á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Höfundur leikgerðar er Melkorka Tekla Ólafsdóttir og leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason.

Flóra Garðarsdóttir er óvænt komin í lítið sjávarþorp á Vestfjörðum, um hávetur, þar sem henni er ætlað að mála gamalt hús að innan. Flóru finnst hún hafa glatað öllu sem áður gaf lífi hennar gildi. Hún er að nálgast sextugt, hefur misst atvinnuna, er nýlega fráskilin og börnin eru uppkomin. En mitt í öllu vetrarmyrkrinu kynnist Flóra konum sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á hana, ástríðufulla tónskáldinu Petru, gömlu kvenréttindakonunni Guðrúnu og tveimur ungum pólskum verkakonum. Tónlistarástríðan leiðir þessar ólíku konur saman á óvæntan hátt, en allar hafa þær þurft að glíma við mikið mótlæti í lífinu. Smám saman er eins og Flóra byrji að kynnast sjálfri sér upp á nýtt. Getur verið að henni sé ætlað nýtt hlutverk?

Tónlistina í sýningunni semur tékkneski óskarsverðlaunahafinn Markéta Irglová, sem er búsett hér á landi.

Elva Ósk Ólafsdóttir fer með aðalhlutverk í sýningunni, en alls leika tíu leikarar í verkinu.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
27. apríl, 2018

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Leikgerð eftir Melkorku Teklu Ólafsdóttur, byggð á skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur

Leikstjóri
Hilmir Snær Guðnason

Tónskáld
Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson

Hljóðmynd
Elvar Geir Sævarsson

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
María Th. Ólafsdóttir

Leikmynd
Gretar Reynisson

Leikarar
Hallgrímur Ólafsson, Pálmi Gestsson, Baldur Trausti Hreinsson, Snorri Engilbertsson

Leikkonur
Elva Ósk Ólafsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir / Esther Talía Casey, Birgitta Birgisdóttir

Söngvari/söngvarar
Snæfríður Ingvarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir / Esther Talía Casey

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/syningar/svartalogn