Svanurinn

Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
16. október 2008 

Tegund verks
Danssýning

Í október sýnir Íslenski dansflokkurinn fjögur ný verk þar sem hver höfundur skapar dúett fyrir tvo dansara flokksins. Viðfangsefnin eru sígild: Fegurð, þráhyggja, tilfinningar, átök og ástríða. Höfundar eru Gunnlaugur Egilsson. Lára Stefánsdóttir, Peter Anderson og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.

„Það hafa allir eitthvað svona lokað inni í sér. Það þarf að banka upp á. Ef hugurinn stoppar þá koma tilfinningarnar. Þær búa í maganum.“

Danshöfundur
Lára Stefánsdóttir 

Dansarar
Emilía Benedikta Gísladóttir
Hannes Egilsson  

Leikmynd
Filippía I. Elísdóttir

Búningar
Filippía I. Elísdóttir

Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson

Tónlist
BJ Nilsen
Thom Willems
Sergei Prokofiev

Lára Stefánsdóttir hefur samið fjölda dansverka, m.a. fyrir Íslenska dansflokkinn, Pars pro toto og öll helstu leikhús landsins. Af dansverkum hennar fyrir Íd má nefna Hræringar (1997), Æsa, ljóð um stríð (2000), Da (2001) og Frosti (2003) samið í tilefni af 30 ára afmæli Íslenska dansflokksins. Í febrúar 2004  frumsýndi Íd verk Láru Lúna, en það er eitt viðamesta danverk Láru til þessa.  Lára hlaut Grímuverðlaunin  2004 fyrir Lúnu.

Lára hefur unnið til  fleiri verðlauna fyrir verk sín.  Árið 1998 fékk hún fyrstu verðlaun í Danshöfundasamkeppni Íd fyrir verkið Minha Maria Bonita, í júní 2001 hlaut verk hennar, Elsa, fyrstu verðlaun í alþjóðlegri danshöfundasamkeppni í Helsinki í Finnlandi og í mars 2002 hlaut dansverkið Jói einnig fyrstu verðlaun í sólódansleikhúskeppni í Stuttgart í Þýskalandi. Íslenski dansflokkurinn hefur sýnt Elsu víða á undanförnum árum, m.a. í Danmörku, Þýskalandi, Líbanon, Austurríki og Frakklandi.