SUSS!

Heiti verks
SUSS!

Lengd verks
70

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
RaTaTam byggir leiksýninguna SUSS! á viðtölum við aðstandendur, gerendur og þolendur heimilisofbeldis ásamt öðrum heimildum um málefnið, samtals yfir 200 klukkustundir af efni. Þetta voru oft þungar og sársaukafullar sögur sem okkur voru sagðar, samt var oft létt yfir viðmælendum. Það var bæði hlegið og grátið. Enda er hláturinn oft okkar besti vinur þegar tragedían er sem mest. Sögurnar höfum við tekið saman og myndbirt með töfrum leikhússins, með þeirri von um að sögurnar heili, skemmti og veki áhorfendur til umhugsunar.
Leikmynd Suss! vísar í verk Louise Bourgeois (1911-2010), „Cells“ en þar fjallar hún á margslunginn hátt um sársauka og ótta manneskjunnar á æskuheimili sínu. Fyrir suma eru heimili fangelsi þar sem engin leið virðist fær út þótt rimlarnir séu ósýnilegir utanaðkomandi. Hurðir lokast og læsast.
Andlegar jafnt sem efnislegar hurðir. Þessar hurðir eiga að opnast!
Á æfingatímanum hefur okkur oft langað til að senda engil af stað með kærleika og öryggi til allra barna og fullorðinna sem lifa við eða hafa lifað við ofbeldisfullt fjölskyldulíf.
Að alast upp við ofbeldi mótar manneskjur og skapar ákveðið mynstur sem rannsóknir sýna að hafi tilhneigingu til að endurtaka sig. Til að rjúfa þögnina og brjóta mynstrið er fyrsta skrefið að segja frá.
… að þora að segja söguna.

Sviðssetning
SUSS! eftir leikhópinn RaTaTam í sviðsetningu RaTaTam og Tjarnarbíós.

Frumsýningardagur
21. október, 2016

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
RaTaTam hópurinn, Listhópur Reykjavíkur 2017

Leikstjóri
Charlotte Boving

Danshöfundur
RaTaTam

Tónskáld
Helgi Svavar Helgason

Hljóðmynd
Helgi Svavar Helgason

Lýsing
Arnar Ingvarsson og Kristinn Ágústsson

Búningahönnuður
Þórunn María Jónsdóttir

Leikmynd
Þórunn María Jónsdóttir

Leikarar
Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Leikkonur
Guðrún Bjarnadóttir
Halldóra Rut Baldursdóttir
Hildur Magnúsdóttir
Laufey Elíasdóttir

Dansari/dansarar
RaTaTam hópurinn

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/tjarnarbio/videos/1810453382573831/