Strindberg-stundin okkar

Heiti verks
Strindberg-stundin okkar

Lengd verks
52:15

Tegund
Útvarpsverk

Um verkið
„Strindberg – stundin okkar“ nefnist nýr þáttur Ríkisútvarpsins, helgaður „hinum dramatíska þræði lífsins“, eins og segir í kynningu. Umsjónarmaðurinn fær hjónin Henning Ólafsson og Ernu Sigurðardóttur til sín í skemmtilegt spjall um leikritið „Föðurinn“ eftir August Strindberg. Henning og Erna flytja brot úr textanum og velta vöngum yfir efniviði og persónum verksins, ásamt umsjónarmanni. Þeir sem hlusta á þáttinn gætu haldið því fram að næstum hvert einasta talað orð í þættinum megi á endanum rekja til leikverks hins sænska meistara. Ennfremur að gestir þáttarins – jafnvel umsjónarmaðurinn líka – eigi í nokkrum erfiðleikum með að greina á milli raunveruleika og blekkingar. Útvarpsleikhúsið lætur hlustendum eftir að dæma hér um og minnir á að „ekki er allt sem heyrist“ …

Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV

Frumsýningardagur
1. febrúar, 2015

Frumsýningarstaður
Rás 1

Leikskáld
Bjarni Jónsson

Leikstjóri
Bjarni Jónsson

Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar
Hjálmar Hjálmarsson,
Sveinn Ólafur Gunnarsson

Leikkonur
Sólveig Guðmundsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus