Stórfengleg!

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra svið

Frumsýnt
27. október 2006

Tegund verks
Leiksýning

Bráðfyndinn nýr gamanleikur um Florence Foster Jenkins, “verstu söngkonu allra tíma”! Jenkins varð víðfræg fyrir hljómplötur sínar og tónleika sem hún hélt í New York á 4. og 5. áratugnum. Hún þótti heillandi persónuleiki, var gædd óbilandi sjálfstrausti, en hafði þann galla einan sem söngkona að hún hélt ekki lagi.

Aðdáendahópurinn stækkaði ört og hápunkturinn á ferlinum var tónleikar fyrir fullu húsi í Carnegie Hall! “Fólk getur haldið því fram að ég geti ekki sungið – en enginn getur sagt að ég hafi ekki sungið!” Grátbroslegur gamanleikur, sem getur í senn knúið áhorfendur til óvæginnar sjálfsskoðunar, og látið þá veltast um af hlátri!

Höfundur
Peter Quilter

Leikstjóri
Ágústa Skúladóttir

Leikkona í aðalhlutverki
Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Stefán Hallur Stefánsson
Örn Árnason

Leikkonur í aukahlutverkum
Dóra Jóhannsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Leikmynd
Frosti Friðriksson

Búningar
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist
Jóhann G. Jóhannsson

Söngvari
Ólafía Hrönn Jónsdóttir