Square Wunder Globe
Square Wunder Globe
Sviðssetning
Shalala
Skyr Lee Bob
Sýningarstaður
Gerðarsafn
Frumsýning
10. desember 2010
Tegund verks
Danssýning
Dansleikhúsgjörningur fjöllistahópsins Skyr Lee Bob, Square Wunder Globe var nýlega frumsýnt í Caen í Frakklandi á hinni virtu norrænu listahátíð Boreales við mjög góðar undirtektir. Verkið er samstarfsverkefni Ernu Ómarsdóttur dansara, Guðna Gunnarssonar myndlistarmanns og Lieven Dousselaere tónlistarmanns.
Upphafspunktur verksins er leit mannsins að veraldlegum undrum, hinu ótrúlega og hinu fordæmalausa. Umgjörðin er hugmyndin um Wunderkammer (undraskápur) sem hægt er að segja að hafi verið fyrsta tilraun til safns á endurreisnartíma Evrópu.
Sem fyrirrennari nútíma safnsins innihélt undraskápurinn allt frá trúar- og sagnfræðilegum hlutum til listmuna og hönnunartengdra hluta. Stundum voru hlutirnir og saga þeirra fölsuð og átti þar með meiri tengingu í ljóðlist heldur en fræðimennsku. Oft á tíðum voru hlutir eins og flísar úr krossi Krists við hlið einhyrningshorna ásamt hinum og þessum uppstoppuðu dýrum.
Höfundar
Erna Ómarsdóttir
Guðni Gunnarsson
Lieven Dousselaere
Leikstjórn
Erna Ómarsdóttir
Guðni Gunnarsson
Lieven Dousselaere
Leikmynd
Erna Ómarsdóttir
Guðni Gunnarsson
Lieven Dousselaere
Búningar
Erna Ómarsdóttir
Guðni Gunnarsson
Lieven Dousselaere
Lýsing
Erna Ómarsdóttir
Guðni Gunnarsson
Lieven Dousselaere
Valdimar Jóhannsson
Tónlist
Erna Ómarsdóttir
Guðni Gunnarsson
Lieven Dousselaere
Dansarar
Erna Ómarsdóttir
Guðni Gunnarsson
Lieven Dousselaere
Danshöfundar
Erna Ómarsdóttir
Guðni Gunnarsson
Lieven Dousselaere