Spor

Höfundur
Starri Hauksson

Leikstjóri
Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Tónlist
Axel Árnason

Hljóðvinnsla
Einar Sigurðsson

Leikendur
Árni Beinteinn Árnason
Björn Thors
Grettir Páll Einarsson
Hallmar Sigurðsson
Ragnheiður Steindórsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Víkingur Kristjánsson

Andri  er að verða þrítugur og  býr einn.  Í dag er afmælisdagur móður hans. Andri kemst ekki í afmælið því hann er upptekinn, eða kannski er hann upptekinn af því að vilja ekki mæta. Fyrir ári, á þessum degi, gerðist nokkuð sem olli straumhvörfum í lífi hans, fjölskyldunnar og vinahópsins.  En örlögin grípa í taumana og Andri fær ekki lengur umflúið að horfast í augu við atburðinn – og sjálfan sig um leið.

Leikritið Spor er frumraun Starra Haukssonar í Útvarpsleikhúsinu. Verkið dregur upp ljóðræna mynd af lífinu í kjölfar áfalls sem markar djúp spor í tilveruna.

Flutningstími
58 mínútur