Söngleikurinn Fimm ár
Heiti sýningar:
Söngleikurinn Fimm ár
Tegund verksins:
Sviðsverk
Sviðssetning:
Leikhópurinn Næsta augnablikið
Leikskáld:
Jason Robert Brown
Nýtt Leikskáld: Unchecked
Leikstjóri:
Vala Kristín Eiríksdóttir
Búningahönnuður:
Klara Sigurðardóttir
Leikmynd:
Klara Sigurðardóttir
Leikkona í aðalhlutverki:
Viktoría Sigurðardóttir
Leikari í aðalhlutverki:
Rúnar Kristinn Rúnarsson
Söngvari:
Viktoría Sigurðardóttir, Rúnar Kristinn Rúnarsson
Tónskáld:
Jason Robert Brown
Lýsing:
FIMM ÁR er frumflutningur á söngleiknum The Last Five Years á Íslandi. Verkið segir frá fimm ára sambandi Cathy og Jamie frá fyrsta stefnumóti til enda… en einnig frá enda sambandsins og aftur að fyrsta stefnumóti… á sama tíma. Persónurnar hittast aðeins einu sinni í miðju verksins. Cathy og Jamie gangast bæði undir sömu þrautir og upplifa sömu atburðina í sambandinu. Þau segja okkur sögur í
formi minninga sem þau einu sinni deildu. Að persónunum óvörum sjáum við að þessar stundir eru sneiddar allri einingu og heilnæmi. Þess vegna notar Jason Robert Brown, höfundur verksins, tímann, eða raunar tímaskekkjuna, sem undirstöðu verksins, til þess að sýna að persónurnar voru í raun aldrei samtaka. Brown er gífurlega virtur söngleikjahöfundur.
Hann hefur hlotið þrenn Tony verðlaun, meðal annars fyrir söngleikinn Parade og sjö Drama Desk verðlaun fyrir The Last Five Years. Söngleikurinn er vel þekktur af söngleikjaaðdáendum um heim allan og löngu tímabært að íslenskir leikhúsaðdáendur fái að njóta hans.