Sögustund í Kúlunni – Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir
Sögustund
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan
Frumsýning
16. september 2010
Tegund verks
Leiksýning ætluð börnum
Leikskólabörnum boðið inn í töfraveröld leikhússins. Þjóðleikhúsið leggur sérstaka áherslu á leikhúsuppeldi, og býður meðal annars börnum í elstu deildum leikskóla að koma í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum, til að fræðast á skemmtilegan hátt um leikhúsið og kynnast töfraheimi þess. Börnin taka þátt í sögustund með leikhúsívafi, þar sem spunnið er og leikið út frá gamla ævintýrinu um Karlsson, Lítinn, Trítil og fuglana.
Boðið var upp á Sögustund í fyrsta sinn leikárið 2009-10 og mæltist hún afar vel fyrir hjá leikskólum. Á því leikári komu yfir 4.000 leikskólabörn frá allflestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn í leikhúsið og tóku þátt í sögustund um Búkollu.
Höfundar
Baldur Trausti Hreinsson
Friðrik Friðriksson
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Leikstjórn
Friðrik Friðriksson
Leikari í aðalhlutverki
Baldur Trausti Hreinsson
Leikkona í aðalhlutverki
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
Leikmynd
Trygve J. Eliassen
Búningar
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Hjördís Sigurbjörnsdóttir
Leila Arge
Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson