Skrímsli
Sviðssetning
Komedíuleikhúsið
Sýningarstaður
Möguleikhúsið
Frumsýning
21. apríl 2007
Tegund verks
Einleikur ætlaður börnum
Frá örófi alda hafa skrímsl af ýmsum toga reglulega sést í sjó og vötnum á Íslandi. Strax í Landnámu er getið sjávar- og vatnaskrímsla og frásögur af samskiptum þeirra við landsmenn frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar fylla heilu ritsöfnin. Skepnur þessar eru af ýmsum toga, litlar og stórar, grimmar, ljúfar, illskeyttar og stundum jafnvel lífhættulegar.En hverjar eru þessar dularfullu verur, hvar er þær helst að finna og hvernig er best að bera kennsl á þær?
Þessum spurningum svarar skrímslafræðingurinn Jónatan Þorvaldsson, sem leikinn er af Elfari Loga Hannessyni, í einleiknum Skrímsli og setur um leið fram óvéfengjanlegar sannanir fyrir tilvist skrímsla í sjó og vötnum á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að Skrímsli sé frumsýnt á Bíldudal því Arnarfjörðurinn er sagður vera einn mesti skrímslafjörður landsins sé mekka skrímslana á Íslandi. Bílddælingar vinna nú að opnun sérstaks skrímslaseturs sem verður opnað á Bíldudal sumarið 2008. Það má því segja að frumsýningin sé einskonar upphitun fyrir opnun skrímslasetursins enda er stefnt að því að leikurinn verði sýndur þar í framtíðinni.
Höfundur
Pétur Eggerz
Leikstjóri
Pétur Eggerz
Leikari í aðalhlutverki
Elfar Logi Hannesson
Leikmynd
Pétur Eggerz
Búningar
Alda Veiga Sigurðardóttir
Tónlist
Guðni Franzson