Skrattinn úr Sauðarleggnum
Heiti verks
Skrattinn úr Sauðarleggnum
Lengd verks
60 mínútur
Tegund
Dansverk
Um verkið
Skrattinn úr Sauðarleggnum er dans og tónleikaverk þar sem forn kveðskapur og íslensk menning er sameinuð samtímadansi og dægurtónlist. Þrír sviðslistamenn skoða eðli og uppyggingu bragarhátta, snúa þeim á hvolf með dansi og leysa loks kveðskapinn af hólmi. Gullfoss og Gleðibankinn, Hárkollur og Hávamál, Vikivakar og vögguvísur sameinast í þessu óútreiknanlega sviðsverki. Útkoman er íslenskur rímnakabarett þar sem hið hefðbundna verður það frábrugðna, gamla Ísland hittir nýja Ísland.
Sviðssetning
Glymskrattinn, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Valdimar Jóhannsson
Frumsýningardagur
23. apríl, 2014
Frumsýningarstaður
Kassinn, Þjóðleikhúsið
Danshöfundur
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir
Tónskáld
Valdimar Jóhannsson
Hljóðmynd
Valdimar Jóhannsson
Lýsing
Ólafur Pétur Georgsson
Búningahönnuður
Agnieszka Baranowska
Leikmynd
Brynja Björnsdóttir
Dansari/dansarar
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Valdimar Jóhannsson
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
siggasoffia.4ormat.com/
melkorkasigridur.wordpress.com/