SKRÁ SÝNINGAR
Öll þau sem vilja að verk þeirra komi til álita við tilnefningar til Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna, verða að fylla út neðangreint eyðublað, í síðasta lagi viku fyrir frumsýningu.
Þá er átt við öll sviðslistaform; útvarpsleikverk (hljóðleikverk), barnaleikhúsverk og sviðsverk.
Verk sem koma til álita þurfa að hafa í það minnsta einn íslenskan framleiðanda og hafa verið frumflutt á Íslandi á yfirstandandi leikári.
Þær upplýsingar sem skráðar eru hér, verða notaðar ef verkið hlýtur tilnefningu, bæði á tilnefningarskjölum, verðlaunagripum og í innslögum á Grímuhátíðinni sjálfri.