Skekkja

Sviðssetning
Íslenski dansflokkurinn

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
16. október 2008 

Tegund verks
Danssýning

Í október sýnir Íslenski dansflokkurinn fjögur ný verk þar sem hver höfundur skapar dúett fyrir tvo dansara flokksins. Viðfangsefnin eru sígild: Fegurð, þráhyggja, tilfinningar, átök og ástríða. Höfundar eru Gunnlaugur Egilsson. Lára Stefánsdóttir, Peter Anderson og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.

„Þráhyggja og handfjötlun, þörfin til að vera elskaður og meðtekin. Við sjáum brot af hversdagslegum athöfnum fólks sem er tengt böndum sem erfitt er að slíta sundur“.

Danshöfundur
Sveinbjörg Þórhallsdóttir

Dansarar
Cameron Corbett
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir  

Leikmynd
Anik Todd
Una Stígsdóttir

Búningar
Anik Todd
Una Stígsdóttir

Lýsing
Aðalsteinn Stefánsson

Tónlist
Róbert Reynisson

Sveinbjörg Þórhallsdóttir hefur viðtæka reynslu sem dansari og danshöfundur og hefur unnið við uppfærslur í öllum atvinnuleikhúsum Reykjavíkur. Sveinbjörg hefur samið fjölda dansleikhúsverka í samstarfi við erlenda listamenn úr ólíkum listgreinum.

Verk Sveinbjargar verður forsýnt á Dance Solution sem er Norræn danshöfundasamkeppni haldin í tenglsum við Keðju í Kaupmannanhöfn í byrjun september. Keðja er Norrænt og baltneskt samstarfsverkefni sem ÍD er aðili að og nýtur stuðnings Evrópusambandsins.