SÍÐUSTU DAGAR KJARVALS
Heiti verks
SÍÐUSTU DAGAR KJARVALS
Lengd verks
47:51
Tegund
Útvarpsverk
Um verkið
Árið er 1968 og Kjarval býr á Hótel Borg. Það er sótt að honum að gefa þjóðinni, eða í það minnsta Reykvíkingum, allt sem hann á og hlunnfara þannig afkomendur sína. Hvað gerir listamaðurinn sem gaf þjóð sinni allt sitt líf og fórnaði öllu til að verða listamaður Íslands?
Síðustu dagar Kjarvals er heimildaleikhús og undir er öll ævi ástsælasta listamanns þjóðarinnar. Við þekkjum öll Jóhannes Kjarval. Hann er sameign þjóðarinnar. En þekkjum við í raun og veru sögu skútusjómannsins sem fór út í heim að stúdera málaralist og kom heim og skrifaði bækur og orti ljóð og málaði handa ungri þjóð almennilega sjálfsmynd?
Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV
Frumsýningardagur
15. nóvember, 2015
Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV
Leikskáld
Mikael Torfason
Leikstjóri
Una Þorleifsdóttir
Tónskáld
Einar Sigurðsson
Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikarar
Sigurður Sigurjónsson,
Örn Árnason,
Baldur Trausti Hreinsson,
Stefán Hallur Stefánsson,
Þorleifur Thorlacius Þrastarson,
Ágúst Eldjárn Stefánsson
Leikkonur
Charlotte Bøving,
Elma Stefanía Ágústsdóttir,
Freyja Marianna Benediktsdóttir,
Brynja Maja Benediktsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus