Shrine
Heiti verks
Shrine
Lengd verks
45 mínútúr
Tegund
Dansverk
Um verkið
Shrine eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson kveiknaði út frá myndinni Dies Irae. Manneskjan hefur innréttað flókinn heim úr myndum, táknum og – ekki síst – orðum. Við notum þau til þess að ljá tilverunni merkingu. Sum orð eiga sér aðdraganda, eins og enska orðið sacrifice sem sprottið er af latneska orðinu sacrificium – en það er aftur myndað af orðinu sacer annars vegar (hversdagslegur hlutur gæddur yfirnáttúrulegu afli) og hins vegar af sögninni facere; „að gera“. Og á tungu Tarahumara-þjóðarinnar í Mexíkó – sem fer allar sínar ferðir á hlaupum – er orðið yfir dans og vinnu eitt og hið sama. Engin orð ná þó utan um þá listrænu tilbeiðslu sem fram fer í helgidómnum. Hér er það athöfnin sjálf sem skiptir máli; sköpunin, tilbúningurinn. Laborare est orare. En helgimyndirnar sem fæðast eru ekki bara niðurstaða af uppgreftri og rannsóknum á liðnum tíma. Athafnirnar einskorðast ekki heldur við tignun horfinna gyðja og guða, eða þá alvald á borð við Jave, hinn hviklynda drottinn sem fyrstur guða setti dauðlegum mönnum lög. Í þessum helgu véum er verið að fást við síbreytilegan efnisheiminn – manninn þar með – og upphafningu hvunndagslegra, jafnvel ómerkilegra hluta, í von um að mega tengja við frumstæðan heim á skilum lífs og dauða.
Sviðssetning
Á stóra sviði Borgarleikhússins.
Frumsýningardagur
16. mars, 2017
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið
Danshöfundur
Erna Ómarsdóttir
Tónskáld
Valdimar Jóhannsson
Hljóðmynd
Valdimar Jóhannsson
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Leikarar
Friðgeir Einarsson,
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Leikkonur
Dóra Jóhannsdóttir
Söngvari/söngvarar
Sofia Jernberg
Dansari/dansarar
Aðalheiður Halldórsdóttir,
Anaïs Barthes,
Ásgeir Helgi Magnússon,
Elín Signý W. Ragnarsdóttir,
Erna Ómarsdóttir,
Halla Þórðardóttir,
Hannes Þór Egilsson,
Heba Eir Kjeld,
Hjördís Lilja Örnólfsdóttir,
Inga Maren Rúnarsdóttir,
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir,
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.id.is