Shades of History
Heiti verks
Shades of History
Lengd verks
40 mínútur
Tegund
Dansverk
Um verkið
Shades of History birtist okkur sem óþekktur og dáleiðandi sviðsgaldur. Líkamlegur blekkingarleikur, rekinn áfram af hinni innri þrá dansarans að hverfa á bak við hreyfingarnar sjálfar.
Dansandi líkami Katrínar, með allri sinni þörf fyrir hvíld, erfiðar til þess að gera sig ósýnilegan á bakvið töfra og blekkingu listdansins. Líkami sem óskar þess að þreytast aldrei, heldur að halda endalaust áfram i óendanlegu flæðandi flæði.
Katrín sækir efnivið verksins í sitt eigið líkamsminni, sem er ásótt af liðnum danssporum. Hún bregður upp myndum af hreyfingum og andardráttum úr sögu listdansins, efni sem hún hefur fengið að láni úr verkum annara danshöfunda síðustu 15 ár og unnið inn í sín eigin verk.
Í hjarta þessa blekkingardans verður til sjálfsmynd af listdansinum sjálfum og löngun hans til að vera hafinn yfir líkamann í órofnu, ólíkamlegu flæði hreyfinga.
Sviðssetning
Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó og Reykjavík Dance Festival
Frumsýningardagur
18. nóvember, 2016
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Danshöfundur
Katrín Gunnarsdóttir
Hljóðmynd
Baldvin Þór Magnússon
Lýsing
Magnús Arnar Sigurðarson
Búningahönnuður
Eva Signý Berger
Leikmynd
Eva Signý Berger
Dansari/dansarar
Katrín Gunnarsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.katringunnarsdottir.com