SEK
Heiti verks
SEK
Lengd verks
50:38
Tegund
Útvarpsverk
Um verkið
Átta ára gömul stúlka verður fyrir grófu kynferðisofbeldi á afskekktum bæ á Melrakkasléttu. Faðir stúlkunnar kærir málið. Móðirin, sem á í ástarsambandi við gerandann, vinnumann á bænum, vitnar gegn dóttur sinni í réttarhöldunum og gerir allt sem hún getur til að fela glæp ástmanns síns. Leikritið Sek byggir á gömlu íslensku sakamáli frá 19. öld og styðst við raunverulegan vitnisburð hlutaðeigandi sem varðveist hefur í gömlum dómsskjölum allt til þessa dags. Atburðarásin hverfist í kringum ástarþríhyrninginn, móður stúlkunnar, föður hennar og vinnumanninn, kynferðislega þráhyggju móðurinnar og aðgerðarleysi og hina eilífu spurningu um sekt og sakleysi.
Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV
Frumsýningardagur
13. september, 2015
Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV
Leikskáld
Hrafnhildur Hagalín
Leikstjóri
Marta Nordal
Tónskáld
Margrét Kristín Blöndal
Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikarar
Björn Hlynur Haraldsson,
Björn Thors,
Atli Rafn Sigurðarson
Leikkonur
Vigdís Hrefna Pálsdóttir,
Vera Stefánsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus