Salka Valka

Heiti verks
Salka Valka

Lengd verks
Uþb 3 klst

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Salka Valka er ein þekktasta saga Halldórs Laxness og sú sem ruddi braut hans til alþjóðlegra vinsælda. Hún er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst úr fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin
rammleik með seiglu og einbeittum vilja.
Sagan gerist á Óseyri við Axlarfjörð en þangað flytja mæðgurnar Sigurlína og Salka. Salka litla er stolt og sterk en Sigurlína móðir hennar treystir alfarið á himnaföðurinn og Hjálpræðisherinn. Örlög fólksins á Óseyri eru að mestu á valdi kaupmannsins Jóhanns
Bogesen en átakatímar fara í hönd og nýir vindar blása um þjóðfélagið. Áhrifavaldar í lífi mæðgnanna eru aðallega hinn ungi og mælski Arnaldur ásamt Steinþóri sem er alger andstæða hans; uppfullur af frumkrafti
sem bæði skelfir og heillar.
Uppfærsla Yönu Ross varpar nýju og óvæntu ljósi á eina af þekktustu sögum Halldórs Laxness. Úr verður spennandi ferðalag á vit Sölku Völku í fortíð og nútíð.
Yana Ross leikstýrði rómaðri sýningu
á Mávinum á síðasta leikári og er að verða með eftirsóttari leikstjórum í Evrópu – Salka Guðmundsdóttir er eitt efnilegasta leikskáld þjóðarinnar. Þær leiða saman hesta sína í nýrri leikgerð að Sölku Völku.

Sviðssetning
Borgarleikhús

Frumsýningardagur
30. desember, 2016

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Stóra svið

Leikskáld
Salka Guðmundsdóttir, Yana Ross

Leikstjóri
Yana Ross

Hljóðmynd
Baldvin Þór Magnússon

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Filippía I. Elísdóttir

Leikmynd
Michal Korchowiec

Leikarar
Björn Stefánsson
Guðni Kolbeinsson
Halldór Gylfason
Hilmar Guðjónsson
Hilmir Snær Guðnason
Jóhann Sigurðarson

Leikkonur
Halldóra Geirharðsdóttir
Sigrún Edda Björnsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Auður Aradóttir
Júlía Guðrún L. Henje

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is/syningar/salka-valka/