Sælueyjan

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Kassinn

Frumsýnt
19. janúar 2007

Tegund verks
Leiksýning

Kaldan haustmorgun finnst maður uppi á hálendinu nær dauða en lífi. Hann krefst þess að ná tali af Arnari Hallgrímssyni, umdeildum forstjóra íslenska erfðagreiningarfyrirtækisins Genome Genetics. Maðurinn trúir Arnari fyrir mikilvægu leyndarmáli. Tekla, ung og metnaðarfull vísindakona, er ráðin til Genome. Flókinn vefur spinnst um þau þrjú og brátt er framtíð mannkyns í húfi. Áleitið verk um stórar spurningar sem varða okkur öll. Hvernig förum við með þá þekkingu sem við öðlumst og hversu langt er maðurinn tilbúinn að ganga í leit að heilbrigði, lækningu eða jafnvel eilífu lífi?

Jacob Hirdwall er fæddur árið 1967. Hann hefur starfað sem dramatúrg, leikskáld, þýðandi, leikstjóri, fyrirlesari, menningarblaðamaður og leikari. Hann hefur unnið við yfir 75 verkefni í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi. Á undanförnum tólf árum hefur hann unnið sem dramatúrg við ýmis leikhús í Svíþjóð, meðal annars Borgarleikhúsið í Gautaborg og Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, og Leiklistarháskólann í Stokkhólmi. Frá árinu 2001 hefur hann starfað við Konunglega leikhúsið í Stokkhólmi.

Höfundur
Jakob Hirdwall

Leikgerð
Gréta María Bergsdóttir
María Ellingsen

Leikstjóri
María Ellingsen

Leikari í aðalhlutverki
Hjálmar Hjálmarsson

Leikkona í aðalhlutverki
Sólveig Arnarsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Atli Rafn Sigurðarson
Baldur Trausti Hreinsson
Kristján Franklín Magnús

Leikkonur í aukahlutverkum
Anna Kristín Arngrímsdóttir
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Þórunn Erna Clausen

Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson

Búningar
Snorri Freyr Hilmarsson

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Gideon Kiers

Tónlist
Ólafur Björn Ólafsson