Rústað
Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Staðsetning
Borgarleikhúsið, Nýja svið
Frumsýning
29. janúar 2009
Tegund verks
Leiksýning
Þrjár manneskjur á venjulegu hótelherbergi. Áður en nóttin er liðin hefur herbergið umbreyst í vígvöll þar sem myrkustu hliðar mannsins eru afhjúpaðar. Sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað um ofbeldi á jafn vægðarlausan hátt. Þrátt fyrir það er það í raun hin ófullnægða þrá eftir hlýju, mýkt og mannúð sem drífur persónur verksins áfram. Við verðum að upplifa í huganum helvíti til að geta forðast að lenda þar í raun og veru. Rústað er stríðið, sem við erum vön að fylgjast með úr öruggri fjarlægð í gegnum fjölmiðlana, komið inn í stofu til okkar.
Þegar Rústað var frumsýnt árið 1995 olli það hálfgerðu uppþoti í leikhúsheiminum, svo sterk voru viðbrögðin. Gagnrýnendur ýmist féllu fram í tilbeiðslu eða reittu hár sitt yfir þessu fyrsta leikriti hinnar ungu og frökku Söruh Kane sem féll síðan fyrir eigin hendi langt fyrir aldur fram. Borgarleikhúsið er fyrst íslenskra leikhúsa til að sviðsetja verk Söruh Kane og í kjölfar frumsýningar á Rústað verða öll hin leikrit hennar flutt í sviðsettum leiklestrum. Kristín Eysteinsdóttir hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins árið 2008 og setur nú upp sitt fyrsta verk sem fastráðinn leikstjóri við Borgarleikhúsið.
Höfundur
Sarah Kane
Þýðing
Guðrún Vilmundardóttir
Leikstjóri
Kristín Eysteinsdóttir
Leikari í aðalhlutverki
Ingvar E. Sigurðsson
Leikkona í aðalhlutverki
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Leikari í aukahlutverki
Björn Thors
Leikmynd
Börkur Jónsson
Búningar
Börkur Jónsson
Lýsing
Þórður Orri Pétursson
Hljóðmynd
Frank Hall
Jakob Tryggvason