Ronja
Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Stóra svið
Frumsýning
12. febrúar 2006
Tegund verks
Barnasýning
Sagan af Ronju Ræningjadóttur gerist í Matthíasarskógi þar sem ræningjaforinginn Matthías faðir Ronju ræður ríkjum. Ægileg elding klífur Matthíasarkastalann í tvennt nóttina sem Ronja fæðist og Helvítisgjáin verður til. Ronja er augasteinn og eftirlæti foreldra sinna og ræningjaflokksins. Þegar hún vex úr grasi áttar hún sig á því að faðir hennar sem hún elskar mest af öllum er ekki óskeikull. Ógn steðjar að ríki Mattíasar þegar Borki erkifjandi hans flytur inn í kastalarústirnar hinu megin við Helvítisgjána ásamt ræningjaflokknum sínum.
Það verður til þess að Ronja hittir Birki son Borka og með þeim tekst djúp vinátta í óþökk foreldra þeirra. Matthías afneitar dóttur sinni og Birkir og Ronja flýja út í Matthíasarskóg. Skógurinn er fullur af ævintýrum, rassaálfum og öðrum furðuverum en líka hættum sem Ronja og Birkir verða að vinna bug á. Sagan af Ronju Ræningjadóttur er saga um vináttu og hugrekki en þó fyrst og fremst kærleika.
Höfundur
Astrid Lindgren
Leikstjóri
Sigrún Edda Björnsdóttir
Leikari í aðalhlutverki
Þórhallur Sigurðsson (Laddi)
Leikari í aðalhlutverki
Friðrik Friðriksson
Leikkona í aðalhlutverki
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Leikarar í aukahlutverki
Björn Ingi Hilmarsson
Eggert Þorleifsson
Ellert A.Ingimundarson
Gunnar Hansson
Halldór Gylfason
Kjartan Bjargmundsson
Þór Túliníus
Leikkona í aukahlutverki
Sóley Elíasdóttir
Leikmynd
Sigurjón Jóhannsson
Búningar
Sigurjón Jóhannsson
Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Tónlistarstjórn
Karl Olgeirsson
Hljóð
Jakob Tryggvason
Danshöfundur
Ástrós Gunnarsdóttir