Rocky Horror
Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar
Sýningarstaður
Hof
Frumsýning
10. september 2010
Tegund verks
Söngleikur
Richard O’Brien skrifaði The Rocky Horror Show árið 1973 og verkið var frumsýnt 19. júní sama ár í London. Sýningin gekk í langan tíma og hefur verið sett upp víða um heim allar götur síðan og alltaf notið mikillar hylli. Árið 1975 var svo gerð kvikmynd eftir söngleiknum; The Rocky Horror Picture Show.
Höfundur
Richard O’Brien
Leikstjórn
Jón Gunnar Þórðarson
Leikari í aðalhlutverki
Magnús Jónsson
Leikari í aukahlutverki
Atli Þór Albertsson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Guðmundur Ólafsson
Hjalti Rúnar Jónsson
Matthías Matthíasson
Leikkona í aukahlutverki
Andrea Gylfadóttir
Bryndís Ásmundsdóttir
Jana María Guðmundsdóttir
Leikmynd
Pétur Gautur Svavarsson
Búningar
Rannveig Eva Karlsdóttir
Lýsing
Freyr Vilhjálmsson
Hljóðmynd
Kyle Guðmundsson
Hljóðstjórn
Gunnar Sigurbjörnsson
Tónlistarstjóri
Andrea Gylfadóttir
Hljómsveit
Árni Heiðar Karlsson
Hallgrímur J. Ingvarsson
Halldór Gunnlaugur Hauksson
Stefán Daði Ingólfsson
Söngvarar
Andrea Gylfadóttir
Atli Þór Albertsson
Bryndís Ásmundsdóttir
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Guðmundur Ólafsson
Hjalti Rúnar Jónsson
Jana María Guðmundsdóttir
Magnús Jónsson
Matthías Matthíasson
Dansarar (kór)
Aron Birkir Óskarsson
Guðmundur Ingi Halldórsson
Inga María Ellertsdóttir
Ingunn Henriksen
Jóhann Axel Ingólfsson
Jónína Björt Gunnarsdóttir
Katrín Mist Haraldsdóttir
Stefán Þór Friðriksson
Þorbjörg Liesel Theodórsdóttir
Danshöfundur
Steinunn Ketilsdóttir
– – – – – –
Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við Menntamálaráðuneytið. Saga Leikfélagsins spannar nú nær heila öld, en félagið varð atvinnuleikhús árið 1973.
Starfsemin er í hjarta Akureyrar í fallegu nýuppgerðu leikhúsi, Samkomuhúsinu, sem tekur 210 manns í sæti. Samkomuhúsið hefðbundið leikhús með sviði, upphækkuðum sal og svölum. Þann 16. febrúar 2006 opnaði leikhúsið nýtt leikrými sem það nefnir einfaldlega Rýmið. Rýmið svartur kassi sem hægt er að nýta á fjölda ólíka vegu. Frá og með leikárinu 2010-11 verða sýningar LA einnig í Menningarhúsinu Hofi sem opnað verður í lok ágúst 2010. Leikhúsið sýnir einnig í Reykjavík þegar færi gefast.
Verkefnaskrá leikhússins hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt, klassísk íslensk og erlend verk, ný íslensk og erlend verk, barnaleikrit og söngleikir. Nú einbeitir leikhúsið sér að nútímaleikritun. Árlega sviðsetur leikhúsið fjórar til sjö leiksýningar á eigin vegum og í samstarfi við aðra auk ótal styttri sýninga og smærri viðburða. Fjöldi nýrra íslenskra verka hefur verið frumsýndur hjá leikhúsinu og listamenn leikhússins vinna reglulega með nýjum leikskáldum. Fjöldi fastráðinna leikara er nokkuð breytilegur á milli tímabila en leikhópurinn hefur talið 4-11.