Retrograde
Tegund verks: Dansverk
Sviðssetning: Menningarfélagið í samstarfi við Reykjavík Dance Festival
Sýningarstaður og frumsýningardagur: Tjarnarbíó 9. september 2011
Um verkið: Verkið fylgir tilraunum tveggja einstaklinga til að fóta sig við ókunnar aðstæður og takast á við heiminn eftir að honum hefur verið umturnað. Þeir bjástra við að finna sér fótfestu, reyna að átta sig á því hvar þeir standa í tilveru sem hefur riðlast svo mikið að ekkert er kunnuglegt lengur.
Danshöfundur: Ásgeir Helgi Magnússon & Inga Maren Rúnarsdóttir
Tónskáld: Lydía Grétarsdóttir
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Búningahönnuður: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Leikmynd: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon & Inga Maren Rúnarsdóttir