Refurinn
Heiti verks
Refurinn
Lengd verks
Uþb 2 klst
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Samúel og Júlía eru ung hjón sem búa á hrörlegu sveitabýli. Uppskerubrestur ógnar lífsviðurværi þeirra, þau hafa orðið fyrir sárum missi og það ætlar aldrei að hætta að rigna. Kvöld eitt knýr dyra ungur maður, sendur af yfirvöldum vegna gruns um að býli hjónanna sé sýkt af refum. Refurinn er mesti óvinur ríkisins og þegna þess. Í krossferð sinni gegn refunum er manninum unga ekkert heilagt. Áhugi hans á málinu verður æ persónulegri og við tekur atburðarás sem mun setja mark sitt á líf þeirra allra það sem þau eiga eftir ólifað.
Refurinn er gríðarlega vel skrifað, spennuþrungið verk með hárbeittum undirtóni. Um leið og spennan í verkinu magnast veltum við fyrir okkur hver refurinn sé og hvort það sé yfirhöfuð ástæða til að óttast?
Refurinn gerði höfundinn Dawn King að stjörnu í bresku leikhúslífi. Henni tekst að tvinna saman atburðarás sem heldur áhorfendum í heljartökum um leið og verkið er snilldarlega skrifuð dæmisaga. Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri, hefur getið sér gott orð fyrir sýningarnar Munaðarlaus og Lúkas en leikstýrir nú í fyrsta sinn í Borgarleikhúsinu.
Sviðssetning
Borgarleikhús
Frumsýningardagur
16. nóvember, 2013
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Litla svið
Leikskáld
Dawn King
Leikstjóri
Vignir Rafn Valþórsson
Tónskáld
Frank Hall
Hljóðmynd
Frank Hall / Baldvin Þór Magnússon
Lýsing
garðar Borgþórsson / Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Systa Björnsdóttir
Leikmynd
Systa Björnsdóttir
Leikarar
Arnar dan Kristjánsson
Hallgrímur Ólafsson
Leikkonur
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Tinna Lind Gunnarsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is