Rándýr

Sviðssetning
ArtFart

Sýningarstaður
Leikhúsbatteríið

Frumsýning
25. ágúst 2009

Tegund verks
Leiksýning

Rándýr eftir Simon Bowen var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í London áríð 2002 við góðar undirtektir. Verkið fjallar um 8 manneskjur í mismunandi þrepum góðærisstigans, sem eiga það öll sameiginlegt að vilja meira. Meiri peninga, meiri virðingu,meiri ást. En einhvers staðar mun þó bólan að lokum springa og allt hlýtur að enda með ósköpum. Tvö morð, eitt sjálfsmorð og lokað kreditkort.

Höfundur
Simon Bowen

Leikstjóri
Heiðar Sumarliðason

Leikari í aðalhlutverki
Hannes Óli Ágústsson

Leikkona í aðalhlutverki
Anna Svava Knútsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Árni Pétur Guðjónsson
Bjarni Snæbjörnsson
Bjartur Guðmundsson
Hjörtur Jóhann Jónsson
Magnús Guðmundsson

Leikkona í aukahlutverki
Tinna Lind Gunnarsdóttir

– – – – – –

artFart hátíðin er tilraunavettvangur ungs listafólks sem hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og tilraunamennsku í íslenskri sviðslist. Við spyrjum okkur hver sé staða sviðslista innan samfélagsins. Hvert er gildi hennar? Hefur sviðslistin glatað mætti sínum eða hefur aldrei verið meiri þörf á henni? Getum við skapað nýtt leikhús, leikhús sem skýtur rótum sínum í samtímanum og blómstrar eða er það dæmt til að veslast upp í skugga stuðlabergsins?

Við viljum brjóta upp staðalímynd leiklistar á Íslandi sem bókmenntagreinar og opna fyrir gagnrýna umræðu um formið sjálft, á þess eigin forsendum. Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki að finna upp hjólið en að okkar mati teljum við þessa hátíð nauðsynlega fyrir íslenskt listalíf og að hún muni stuðla að aukinni tilraunamennsku og rannsóknum sem nauðsynlegar séu fyrir framþróun listgreina á Íslandi.