Ræðismannsskrifstofan

Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Jo Strömgren Kompani

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýnt
25. október

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Á rússneskri ræðismannsskrifstofu í litlu og ónefndu landi reyna diplómatarnir að halda dampi. Föðurlandið er víðs fjarri, pósturinn kemur sjaldan og síminn hringir aldrei. Illgresið nær að skjóta rótum og menn hætta að bera höfuðið hátt. En í ástinni leynist vonarneisti. Eina vandamálið er að ástin krefst meiri diplómatíu en lítil ræðismannsskrifstofa hefur upp á að bjóða.

Frumleg, fyndin og hrífandi sýning á bullmáli eftir leikhússnillinginn Jo Strömgren. Jo Strömgren hefur skapað mjög sérstætt sviðstungumál og hafa sýningar hans ferðast til yfir 40 landa, en sýningin Spítalinn leikin á bullíslensku, var sýnd á Hláturhátíð Borgarleikhússins 2007 við frábærar undirtektir áhorfenda.

Höfundur
Jo Strömgren

Leikstjórn
Jo Strömgren

Leikari í aðalhlutverki
Bergur Þór Ingólfsson

Leikkona í aðalhlutverki
Ilmur Kristjánsdóttir

Leikarar í aukahlutverkum
Hilmir Snær Guðnason
Þór Tulinius

Leikkonur í aukahlutverkum
Birgitta Birgisdóttir
Halldóra Geirharðsdóttir
Helga Braga Jónsdóttir 

Leikmynd
Jo Strömgren

Búningar
Jo Strömgren

Leikgervi
Svanhvít Valgeirsdóttir 

Lýsing
Magnús Arnar Sigurðsson

Hljóð
Ólafur Örn Thoroddsen

 

Image