Pönnukakan hennar Grýlu

Sviðssetning
Landnámssetur Íslands
Fígúra 

Sýningarstaður
Söguloftið

Frumsýning
2. desember 2007

Tegund
Barnaverk

Pönnukakan hennar Grýlu er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við. Bernd nýtur aðstoðar hrífandi leikbrúða sem unnar eru úr tré, lifandi tónlistar og virkrar þátttöku áhorfenda.

Sagan segir frá hugvitsamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu með það fyrir augum að ferðast alla leið í arma Jesú litla og foreldra hans sem dvelja svöng og köld í fjárhúsi í Betlehem. En á vegi hennar verða margir sem vilja sinn skerf af pönnukökunni.

Höfundur
Bernd Ogrodnik

Leikstjóri
Bernd Ogrodnik

Leikari
Bernd Ogrodnik