Pollock?

Heiti verks
Pollock?

Lengd verks
1 1/2 klst.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Hvað er ekta? Hvað er svikið? Hvað er einhvers virði? Þrælfyndið leikrit, fullt af samúð og hlýju.

Pollock? Er glænýtt verk sem sýnt hefur verið við miklar vinsældir víðas vegar um Bandaríkin og hlaut Elliot Norton gagnrýnendaverðlaunin árið 2012. Verkið er byggt á sannsögulegum atburðum.

Maude Gutman, fyrrverandi barþjónn á miðjum aldri, býr ein í hjólhýsi sem hún hefur skreytt með ýmsu dóti af hinum og þessum flóamörkuðum.

Einn hlutur sker sig úr, risastórt málverk sem hún keypti til að stríða vinkonu sinni. En nú hefur vaknað sá grunur að þetta slettuverk, sem Maude fannst í fyrstu hlægilega ljótt, geti verið listaverk eftir sjálfan Jackson Pollock, himinhárra fjárhæða virði. Hér gæti verið um að ræða listaverkafund aldarinnar! Og nú er Lionel Percy , einn virtasti listfræðingur samtímans, kominn til að reyna að meta hvort verkið er ekta.

Fyrr en varir eru þessar ólíku manneskjur farnar að takast á af harðfylgi um listina og lífið. Hvað er ekta og hvað er svikið, hvað er einhvers virði og hver hefur úrskurðarvald í þeim efnum? Lionel þekkir vissulega gervalla listasögu heimsins, en Maude veit líka ýmislegt, og jafnvel meira en Lionel gæti grunað. Og hún hefur svo sannarlega munninn fyrir neðan nefið.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
30. október, 2013

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Leikskáld
Stephen Sachs

Leikstjóri
Hilmir Snær Guðnason

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson, Magnús Arnar Sigurðarson

Búningahönnuður
Helga I. Stefánsdóttir

Leikmynd
Helga I. Stefánsdóttir

Leikarar
Pálmi Gestsson

Leikkonur
Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
leikhusid.is