Póker (Gjafari Ræður)
Póker (Gjafari Ræður)
Sviðssetning
Fullt Hús
Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Tjarnarbíó 15/12/11
Um verkið:
Saga um pókerspilara sem átta sig á blekkingarheimi spilamennskunnar sem er ávallt með betri hendi.
Sagan segir frá sex mönnum á misjöfnum aldri sem eiga það sameiginlegt að vera eða hafa verið spilafíklar. Á veitingastað í miðborg London á sunnudagskvöldi er Stephen, eigandi veitingarstaðs að gera klárt fyrir kvöldið ásamt Sweeney kokki og þjónunum Mugsy og Frankie. Á hverju sunnudagskvöldi eftir lokun, spila starfsmenn og sonur Stephens, Charlie, póker í kjallara staðarins. Það kemur mjög skýrt fram að póker er þeirra aðal áhugamál og að þeir spila fyrir meira en þeir eiga.
Leikritið fjallar um eðli fíknar og hvernig spilafíkn getur á margvíslegan hátt heltekið manneskju án þess að hún hafi nokkurn grun um það.
Á einu kvöldi blandast saman lyktin af svita, ótta og testósteróni sem seinna sameinast með aumingjanum Charlie, syni Stephen sem bíður eftir draumnum með hverju spili sem er gefið. Það er eins og að hvert spil lofi endurlausn, nýrri byrjun. En í raun verða þessir draumar að engu: hinn bjartsýni Mugsy mun aldrei opna veitingastaðinn sinn á stað sem er í raun og veru almennings salerni, Charlie mun aldrei taka ábyrgð á sjálfum sér, Frankie mun mistakast sem atvinnumaður í póker, og kokkurinn Sweeney mun ávallt eyða fimmtíu pundunum sem hann var að spara til að fara með dóttur sína í dýragarðinn. Á þessu ákveðna kvöldi er kominn nýr gestur, Ash sem hirðir allt til sín og sýnir mönnunum hverjir þeir eru í raun og veru. Sjálfsaginn og þolinmæði eru dyggð sem þessir menn fá ekki skilið rétt eins og þeir skilja ekki sína eigin sálfseyðingarhvöt.
Leikskáld
Patrick Marber
Leikstjóri
Valdimar Örn Flygenring
Danshöfundur:
Ólöf Ingólfsdóttir
Hljóðmynd
Hópurinn
Lýsing
Björn Elvar Sigmarsson
Leikarar
Finnbogi Þorkell Jónsson
Magnús Guðmundsson
Jón Stefán Sigurðsson
Ellert A. Ingimundarson
Þorsteinn Gunnar Bjarnason
Ingi Hrafn Hilmarsson