Píla Pína
Heiti verks
Píla Pína
Lengd verks
110 mínútur
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Heimurinn er betri en við höldum!
Píla Pína á sér eina ósk heitar öllu. Það er að færa móður sinni gleði. Alveg síðan Gína mamma hennar hraktist burt frá fjölskyldu sinni og heimkynnum vegna kattarins ógurlega, hefur hún verið döpur. Píla Pína leggur þá upp í hættulegt ferðalag til að lækna hjarta móður sinnar. Hún þarf að vera sniðug og hugmyndarík til þess að ná á leiðarenda heil og höldnu. Á leið sinni lærir hún að hafa trú á sjálfri sér. Hún lærir að mýs geti allt…..jafnvel flogið!
Sviðssetning
Píla Pína Ævíntýri með söngvum eftir Kristján frá Djúpalæk með lögum Heiðdísar Norðfjörð, þekkja margir. Tónlist Heiðdísar og Ragnhildar Gísladóttur, við ljóð Kristjáns um Pílu Pínu, hefur flutt heilar kynslóðir á ævintýraslóðir. Það er föngulegur hópur leikara, söngvara, hljóðfæraleikara og brúða sem skapar heim Pílu Pínu, litlu hagamúsarinnar sem breytti heiminum. Tónlistin úr Pílu Pínu liggur nærri hjartarótum heillar kynslóðar af Íslendingum og fá áhorfendur loks tækifæri til að heyra hana með lifandi undirleik klassískrar hljómsveitar í Hamraborg.
Ævintýrasöngleikurinn Píla Pína er ný leikgerð Söru Marti Guðmundsdóttur og Sigrúnu Huld Skúladóttur.
Hér kynnumst við sameiningarkrafti Menningarfélags Akureyrar en þessi 318. sviðsetning Leikfélags Akureyrar er sett upp í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof.
Frumsýningardagur
7. febrúar, 2016
Frumsýningarstaður
Hof
Leikskáld
Sara Marti Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Skúladóttir
Leikstjóri
Sara Marti Guðmundsdóttir
Danshöfundur
Katrín Mist Haraldsdóttir
Tónskáld
Heiðdís Norðfjörð og Ragnhildur Gísladóttir
Hljóðmynd
Gunnar Sigurbjörnsson og Þóroddur Ingvarsson
Lýsing
Ingi Bekk og Magnús Arnar Sigurðarson
Búningahönnuður
Margrét Einarsdóttir
Leikmynd
Rebekka Ingimundardóttir
Leikarar
Benedikt Karl Gröndal,, Kjartan Darri Kristjánsson, Eyþór Daði Eyþórsson, Freysteinn Sverrisson og Jón Páll Eyjólfsson
Leikkonur
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Saga Jónsdóttir, Eik Haraldsdóttir og Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir,
Söngvari/söngvarar
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir,
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.mak.is