Phantom of the Opera
Heiti verks
Phantom of the Opera
Lengd verks
2:15
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Verkið var frumflutt í London árið 1986 í leikstjórn Harold Prince, margverðlaunaðs stórmeistara breska leikhússins með búningum og leikmynd Mariu Björnsson, hönnuðar hinnar mögnuðu grímu Óperudraugsins, sem fyrir löngu er orðin heimsþekkt táknmynd verksins.
THE PHANTOM OF THE OPERA er vinsælasti söngleikur heims. Meira en 130 milljón áhorfendur í 145 borgum 27 landa um víða veröld hafa notið þessa meistarastykkis á sviði. PHANTOM er langlífasta sýningin í sögu Broadway og eru sýningar þar löngu orðnar fleiri en tíu þúsund talsins. Næst langlífasti söngleikurinn á West End í London og þriðja langlífasta sviðsverkið í sögu West End. THE PHANTOM OF THE OPERA hlaut Olivier verðlaunin árið 1986 og Tony verðlaunin árið 1988 sem besti nýi söngleikurinn og er enn sýnt fyrir fullu húsi á Broadway og í West End og víðar um heiminn.
Söngleikurinn byggir á skáldsögu Gaston Leroux, Le Fantôme de l’Opéra. Þar segir frá söngkonunni Christine Daaé og sambandi hennar við dularfullan og ógnvekjandi tónlistarsnilling sem býr í víðfeðmu völundarhúsi undir óperuhúsi í París.
Aðalhlutverk:
Þór Breiðfjörð – The Phantom
Valgerður Guðnadóttir – Christine Daaé
Elmar Gilbertsson – Raoul, Vicomte de Chagny
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) – Carlotta Giudicelli
Hlöðver Sigurðsson – Ubaldo Piangi
Bergþór Pálsson – Richard Firmin
Gísli Magna – Gilles André
Margrét Eir – Madame Giry
Greta Salóme – Meg Giry
Hljómsveit: SinfoniaNord, skipuð 50 úrvalshljóðfæraleikurum undir stjórn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar, ásamt 30 manna kór Söngskóla Sigurðar Demetz undir stjórn Ingvars Alfreðssonar.
Sviðssetning
The Phantom of the Opera í Hörpu er stór sviðsuppfærsla á söngleiknum undir sama nafni. Í þessari sviðssetningu er óvenju mikil áhersla lögð á tónlistina enda tekur full sinfóníuhljómsveit SinfoniaNord þátt í uppfærslunni. Þessi uppfærsla er gerð með leyfi The Really useful Group og er umgjörðin eftir óskum höfundarins Andrew Loid Webber. Verkið skartar 120 fallegum búningum í períódu, einfaldri sviðsmynd og myndvörpun sem kemur í stað hefðbundinnar leikmyndar. 9 einsöngar, 10 aukaleikarar, 30 manna kór, 50 manna hljómsveit, 7 dansarar, danshöfundur, kórstjóri, hljómsveitarstjór, búningasérfræðingar, propsarar og tæknifólk tekur þátt í sýningunni. Áætlaðar eru 4 sýningar fyrir um 5000-6000 áhorfendur.
Frumsýningardagur
24. febrúar, 2018
Frumsýningarstaður
Eldborg
Leikskáld
Charles Hart
Leikstjóri
Greta Salóme Stefánsdóttir
Danshöfundur
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Tónskáld
Andrew Lloyd Webber
Hljóðmynd
Sigurvald Ívar Helgason og Hafþór Karlsson
Lýsing
Magnús Helgi Kristjánsson
Búningahönnuður
Thespis (umsjón: Elma Guðmundsdóttir)
Leikmynd
Motif Ltd.
Leikarar
Þór Breiðfjörð – The Phantom
Elmar Gilbertsson – Raoul, Vicomte de Chagny
Hlöðver Sigurðsson – Ubaldo Piangi
Bergþór Pálsson – Richard Firmin
Gísli Magna – Gilles André
Leikkonur
Margrét Eir – Madame Giry
Greta Salóme – Meg Giry
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) – Carlotta Giudicelli
Valgerður Guðnadóttir – Christine Daaé
Söngvari/söngvarar
Þór Breiðfjörð – The Phantom
Elmar Gilbertsson – Raoul, Vicomte de Chagny
Hlöðver Sigurðsson – Ubaldo Piangi
Bergþór Pálsson – Richard Firmin
Gísli Magna – Gilles André
Margrét Eir – Madame Giry
Greta Salóme – Meg Giry
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) – Carlotta Giudicelli
Valgerður Guðnadóttir – Christine Daaé
Dansari/dansarar
KRISTÍN MARJA ÓMARSDÓTTIR · IÐUNN JÓHANNSDÓTTIR · BRYNJA SVEINSDÓTTIR
SESSELJA BORG SNÆVARR · BIRTA THORARENSEN · BENEDIKT GYLFASON
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/tmbvidburdir/