Penetreitor

Sviðssetning
Vér morðingjar 

Sýningarstaður
Sjóminjasafnið

Frumsýning
11. júlí 2006

Tegund verks
Leiksýning

Leikritið fjallar um tvo unga menn, Magga og Alla, sem leigja saman litla íbúð og lifa hálf tilgangslausu lífi. Samræður þeirra snúast um skemmtanir, kvennafar og gamlar kærustur. Þegar Stinni, gamall vinur þeirra, bankar upp á breytist líf þeirra. Stinni er ekki í andlegu jafnvægi og tekur miklar geðsveiflur sem Maggi og Alli eiga erfitt með að bregðast við. Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk Stinna en Jörundur Ragnarsson og Vignir Rafn Valþórsson fara með hin hlutverkin. Stefán og Jörundur eru nýútskrifaðir leikarar en Vignir Rafn á eitt ár eftir á leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

Þar sem sýningin gekk mjög vel síðasta sumar og það komust bara þrjátíu manns á hverja sýningu var ákveðið að setja hana aftur upp og ákveðið að fara lengra með verkefnið. Styrkur fékkst frá Nýsköpunarsjóði til að setja upp leikritið og ákveðið var nota ágóða af sýningunni til að koma upp sjóði til að hvetja ungt fólk sem á við geðræn vandamál að stríða til skapandi verkefna. Leikritið er hugsað til þess að fræða almenning um geðfötlun einstaklinga og erfiðleika aðstandenda þeirra. Félagar í Hugarafli, stuðningsfélagi fólks með geðraskanir, hjálpuðu til við þýðingu verksins og miðluðu af reynslu sinni við uppsetningu þess.

Höfundur
Anthony Neilson

Leikstjóri
Kristín Eysteinsdóttir

Leikarar í aðalhlutverkum
Jörundur Ragnarsson
Stefán Hallur Stefánsson
Vignir Rafn Valþórsson

Leikmynd
Leikhópurinn

Búningar
Jón Atli Helgason

Lýsing
Stefán Hallur Stefánsson

Tónlist
Karl Óttar Newman
Ingvar E. Sigurðsson