Patrekur 1,5
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið
Frumsýnt
4. nóvember 2006
Tegund verks
Leiksýning
Patrekur 1,5 fjallar um tvo karlmenn sem búa saman. Þá dreymir um að verða foreldrar, að ala upp barn saman. Eftir mikla baráttu fá þeir óskina uppfyllta og litli drengurinn birtist. En hann er alls ekki eins og þeir höfðu hugsað sér og heimilislífið kemst í mikið uppnám við komu Patreks. Þetta er bráðfyndið leikrit þar sem tekist er á við fordóma af ýmsu tagi, á frumlegan og skemmtilegan hátt.
Michael Druker hefur skrifað og leikstýrt fimmtán leikritum, auk þess sem hann hefur gert kvikmynd og komið fram sem uppistandari víða um Svíþjóð. Leikrit hans hafa meðal annars verið sett upp í sænska þjóðleikhúsinu Dramaten, Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi og sænska sjónvarpinu. Patrekur 1,5 hefur verið sviðsett í átján leikhúsum víðsvegar á Norðurlöndum frá því það var frumflutt árið 1996. Eftir leikritinu hefur verið gerð kvikmynd sem verður frumsýnd í Svíþjóð árið 2007.
Höfundur
Michael Druker
Leikstjóri
Gunnar Helgason
Leikarar í aðalhlutverkum
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Rúnar Freyr Gíslason
Sigurður Hrannar Hjaltason
Leikmynd
Stígur Steinþórsson
Búningar
Stígur Steinþórsson
Lýsing
Páll Ragnarsson