Pagliacci

Sviðssetning
Íslenska óperan

Sýningarstaður
Íslenska óperan

Frumsýning
19. september 2008 

Tegund verks
Ópera

Cavalleria Rusticana og Pagliacci verða sýndar í fyrsta skipti saman í Íslensku óperunni í haust, en í hugum margra eru þessar tvær óperur tengdar sterkum böndum, og því hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að þær séu sýndar saman.

Hér er um að ræða tvær einþáttungsóperur, þar sem daglegt líf fólks; harmur þess og gleði, eru í forgrunni. Munurinn á leikhúsi og lífi er tekinn til rækilegrar skoðunar í þessari uppfærslu og í raun mætti segja að hér fái óperugestir að upplifa leikhús í leikhúsi í leikhúsi!

Þessi glæsilega uppfærsla er skipuð einvalaliði úr íslenska óperu- og leikhúsheiminum, en hér leikstýrir Sveinn Einarsson nokkrum af fremstu söngvurum þjóðarinnar, þar á meðal Kristjáni Jóhannssyni tenórsöngvara sem syngur í fyrsta sinn á glæsilegum ferli sínum í Íslensku óperunni.

Höfundur
Ruggiero Leoncavallo

Leikstjórn
Sveinn Einarsson

Leikmynd
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir 

Búningar
Helga Björnsson 

Lýsing
Páll Ragnarsson 

Tónlist
Ruggiero Leoncavallo

Söngvarar
Alex Ashworth
Eyjólfur Eyjólfsson
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Kristján Jóhannsson
Sólrún Bragadóttir
Tómas Tómasson  

Hljómsveitarstjóri
Kurt Kopecky